Til baka

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk

Tónlistar- og sögustund þar sem tónum og tali verður beint að textagerð Kristjáns

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk og textana hans

Tónlistar- og sögustund með hljómsveitinni Djúpalæk, þar sem tónum og tali verður beint að textagerð Kristjáns frá Djúplæk við íslensk dans- og dægurlög.

Á milli laga veltir Halldór Gunnarsson, sem kynntist Kristjáni náið í bernsku, upp spurningum á borð við:

Hvers vegna dýfði skáldið tánum í lágmenninguna með þessum hætti?

Hvaða augum leit Kristján áhrifamátt dægurlagatexta?

- Hvernig var litið á þetta framtak skáldsins af ólíkum hópum? 

- Hvernig birtast bernskuslóðir skáldsins og lífsviðhorf í textum hans? 

- Hver var hans pólitíska sýn?

- Hver voru tengsl hans við lagahöfunda?

- Hámenning, lágmenning?

- Hver texti ljóð og ljóð texti?

- Hver er sagan á bak við hvern texta?

- Hvernig karl var Kristján?

 

Hljómsveitina Djúpalæk skipa auk Halldórs sem leikur á harmonikku, píanó og munnhörpu, þau Íris Jónsdóttir, söngkona, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Sigurður Reynisson trommuleikari.

Hvenær
laugardagur, október 26
Klukkan
15:00-17:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5500