Til baka

Duo hlÆ

Duo hlÆ

Duo hlÆ flytur fjölbreytta tónlist fyrir fiðlu og selló í Hömrum

Duo hlÆ samanstendur af þeim Heiði Láru Bjarnadóttur sellista og Agnesi Eyju Gunnarsdóttur fiðluleikara. Þær stunduðu báðar klassískt hlóðfæranám við Listaháskóla Íslands. Agnes Eyja lauk bakkalárgráðu sinni hér heima en Heiður Lára hélt til Maastricht og hlaut sína gráðu þar. Þær halda nú báðar til mastersnáms í Hollandi í haust.

Á dagskrá verður tregafullt en blítt barokk sem og tvö gjörólík verk frá 20.öld, þrungin tilfinningum og dansi.
Prógram:
Jean-Marie Leclair: Fiðlusónata nr.1 í a-moll, op.1. (1723)
I. Adagio
II. Allemanda
III. Aria
IV. Giga
Bohuslav Martinu: Dúó nr.2 fyrir fiðlu og selló, H.371 (1958)
II. Adagio
Reinhold Glière: 8 verk fyrir fiðlu og selló, op.39 (1909)
I. Prélude
V. Intermezzo
II. Gavotte
III. Berceuse
VI. Impromptu
IV. Canzonetta
VIII. Etude
VII. Scherzo

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
fimmtudagur, júlí 9
Klukkan
17:00-18:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir