Til baka

Draugaslóð í Innbænum

Draugaslóð í Innbænum

Kl. 22.30-23.30 - Eftir 6 ára hlé og aðeins þetta eina skipti.

Draugar, dularfull hljóð, drungalegir tónar og dulúðleg stemning er meðal þess sem gestir og gangandi munu upplifa í Innbænum næstkomandi föstudagskvöld, 26. ágúst frá kl. 22.30-23.30.

Innbærinn, elsti hluti Akureyrabæjar, skapar leikmyndina fyrir á Draugaslóð Minjasafnsins á Akureyri og Akureyrarvöku þetta kyngimagnaða kvöld. Örlitlar ljóstýrur lýsa upp garða, hús og stræti um leið og þær skapa dulúð og drungalegheit. Erfitt verður að gera greinarmun á verum þessa heims og annars sem líða munu um götur og garða í eilífri leit að sálum sínum og annarra.

Vert er að benda á að þetta kyngimagnaða kvöld í Innbænum, eins og hann leggur sig, getur skotið skelk í bringu ungra barna og viðkvæmra sála.


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.

Hvenær
föstudagur, ágúst 26
Klukkan
22:30-23:30
Hvar
Innbærinn
Verð
Enginn aðgangseyrir