Til baka

Draugaslóð á Hamarkotstúni

Draugaslóð á Hamarkotstúni

Nýir sem og gamlir draugar og aðrar verur mæta til að skapa nýjar minningar.

Draugaslóðin með gömlum og nýjum draugum og öðrum verum verða aftur á sveimi um Hamarskotstún . Við getum ekki lofað að draugarnir séu allir leikarar en gerum okkar besta að upplifunin verði skemmtileg og jafnframt pínu drungaleg.

Gæsla verður á staðnum sem og Aflið. Athugið að börn eru á ábyrgð forráðafólks!
 
Af gefnu tilefni viljum við biðja gesti okkar að sýna varkárni og tillitssemi við aðra gesti sem og draugana okkar. Sumir draugar geta verið óhugnanlegri en aðrir og sumir mögulega hrekkjóttir en munum við einnig biðja þá að sýna kurteisi. Skemmtum okkur fallega saman.
 

Vegna Draugaslóðar á Hamarkotstúni verða hlutar Þórunnarstrætis, Hamarstígs og Byggðavegar lokuð fyrir umferð ökutækja frá kl. 21.30-23.45 föstudagskvöldið 30. ágúst en þó geta íbúar og neyðaraðilar ekið um Þórunnarstræti og hluta Hamarstígs. Kort er að svæðinu og lokunum mun birtast fljótlega hér í viðburðinum. 

Gestir Draugaslóðar geta nýtt sérstök bílastæði sem verða á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti frá kl. 21.30-23.45. Björgunarsveitin Súlur mun stýra umferð um bílastæðið. Gestir eru eindregið hvattir til að nýta aðra samgöngumáta að svæðinu. Munum að fátt er hollara en góð gönguferð um bæinn fagra. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 30. ágúst
Tímasetning: kl. 22.00 – 23.30
Staðsetning: Hamarkotstún
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir

 

Viðburðurinn er styrktur af Landsbankanum.

Hvenær
föstudagur, ágúst 30
Klukkan
22:00-23:30
Hvar
Hamarskotstún, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir