Lifandi sögustund fyrir börn á aldrinum 3-4 ára þar sem Bókin um Mímlu, Múmínsnáðann og Míu litlu - hvað gerðist þá? eftir Tove Jansson verður lesin. Sögustundin er hálftími og einungis komast 10-12 börn í hverja sögustund. Með leiðsögn kennarans ferðast börnin í gegnum söguna um rýmið, hreyfa sig, nota ímyndunaraflið og skapa og lifa sig inn í bókina. Komdu og dansaðu söguna með okkur!
Danssetrið er vettvangur fyrir alla sem vilja kynnast eigin getu og styrkleikum í gegnum hreyfingu. Stofnendur Danssetursins eru Arna Sif Þorgeirsdóttir og Ingunn Elísabet Hreinsdóttir. Þær hafa báðar reynslu og menntun innan listdansins og starfa við kennslu í dag. Þær munu sjá um kennsluna.
Skráning á danssetrid@danssetrid.is
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.