Bríet
Bríet ásamt Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari á Græna hattinum.
Bríet er margverðlaunuð tónlistarkona best þekkt fyrir lögin sín “Esjan”, “Feimin(n)” og “Rólegur kúreki”. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem skrifar og flytur sín eigin lög, en hún hefur einnig unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Bríet hefur mestmegnis unnið með lagahöfundinum og upptökustjóranum Pálma Ragnari Ásgeirssyni.
Fyrsta breiðskífa Bríetar “Kveðja, Bríet” var valin besta plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaunum 2021. Sama ár vann hún einnig í flokkunum söngkona ársins og textahöfundur ársins.
Bríet ætlar nú að stíga á svið í Græna Hattinum ásamt Magnúsi Jóhanni hljómborðsleikara og Bergi Einari trommara og skapa einstaka stemningu!
“Ég elska litinn gulann. Ég elska fólk sem hlær og ég dýrka blóm. Ég var 17 ára þegar ég gaf út fyrstu smáskífuna (EP) mína og öll tónlistin mín er um ástina á einn eða annan hátt”.