BRAND popup - Jólakvöldverður
BRAND pop-up í Lystigarðinum
Þann 24. og 25. nóvember kemur veitingastaðurinn BRAND og setur upp jólaveislu á LYST.
Eigendur BRAND eru fagfólkið Hafsteinn Ólafsson og Akureyringurinn Ólöf Vala Ólafsdóttir. Hafsteinn hefur átt farsælan feril í keppnismatreiðslu, vann m.a. til gull og silfur verðlauna á Ólympíuleikum og Heimsleikum í matreiðslu með kokkalandsliðinu. Einnig vann Hafsteinn titilinn Kokkur ársins árið 2017. Ólöf er framleiðslumeistari og einn af fáum sommilier (vínþjónn) á Íslandi.