Boreal Screendance Festival 2024
Vídeódanshátíðin Boreal Screendance Festival fer fram í fimmta sinn dagana 1. - 13. nóvember 2024! Sýningarstaðir eru Ketilhús Listasafnsins á Akureyri, Mjólkurbúðin og Deiglan.
Boreal Screendance Festival miðar að eflingu danslista og margmiðlunar með sérstaka áherslu á alþjóðasamstarf. Í ár verða sýndar 34 dansmyndir og vídeódansverk vítt og breitt um Listagilið eftir listafólk frá 21 landi!
Boreal hefur verið haldin árlega síðan 2020 í Listagilinu á Akureyri og hefur vakið athygli fyrir nýstárlega nálgun á sýningar myndbandsverka úr öllum heimshornum þar sem mikið púður er lagt í umgjörð hátíðarinnar og að verkin sem tekin eru til sýningar séu sett fram við bestu mögulegu aðstæður hvað varðar hljóð og mynd. Boreal er eina hátíðin sinnar tegundar sem haldin er árlega hérlendis.
Allir viðburðir á vegum Boreal Screendance Festival 2024 eru opnir gestum að kostnaðarlausu. Dagskrá má nálgast á miðlum og heimasíðu Boreal.
Boreal Screendance Festival á samfélagsmiðlum:
https://www.instagram.com/boreal_akureyri/
https://www.facebook.com/borealakureyri/
Heimasíða Boreal Screendance Festival:
https://borealak.is/
Samstarfs- og styrktaraðilar Boreal Screendance Festival 2024 eru:
Listasafnið á Akureyri, Akureyrarbær, Sendinefnd ESB á Íslandi, Gilfélagið, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra & Prentmet/Oddi