Til baka

Birkir Blær á LYST

Birkir Blær á LYST

Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 3. ágúst kl 21:00.
Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 3. ágúst kl 21:00.
Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum.
Miðaverð: 4000
Um Birki:
Birkir Blær er 24 ára tónlistarmaður frá Akureyri en hann hefur verið búsettur í Stokkhólmi undanfarin ár. Hann er söngvari, lagasmiður, hljóðfæraleikari og pródúsent. Hann vill ekki festa tónlistina sína í einum ákveðnum flokki, heldur fær hann innblástur úr öllum áttum en allra helst frá soul, blues og r&b. Birkir er reyndur tónlistarmaður, hann hefur haldið ótal tónleika og komið fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónlistarhátíðum. Hann hefur gefið út tónlist sem hefur nú verið streymt tæplega 6 milljón sinnum á Spotify. Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa unnið sænsku Idol keppnina árið 2021. Birkir starfar nú sem tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Hægt er að fylgja Birki Blæ á öllum samfélagsmiðlum og tónlistarveitum hér: linktr.ee/birkir.blaer
 
Hvenær
laugardagur, ágúst 3
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
LYST, Akureyri
Verð
4000