Til baka

Biggi Maus & Memm - Útgáfutónleikar

Biggi Maus & Memm - Útgáfutónleikar

Biggi Maus & Memm / Útgáfutónleikar á Græna hattinum
 
Biggi Maus & Memm / Útgáfutónleikar á Græna hattinum
 
Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi Maus, hefur síðastliðin tvö ár átt eina af mögnuðustu endurkomum inn í íslenskt tónlistarlíf eftir að hafa dregið sig í hlé í áraraðir. Hann er þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitinni Maus en hefur nú ýtt sólóferli sínum aftur úr hlaði með látum.

Nýverið gaf hann út breiðskífuna 'Litli dauði / Stóri hvellur' við frábærar undirtektir. Nú er ætlunin að halda sérstaka útgáfutónleika á Akureyri, þar sem platan er hljóðrituð.
 
Óhætt er að segja að platan hafi hlotið glimrandi dóma gagnrýnendenda og kallaði Arnar Eggert Thoroddsen plötuna m.a. 'milljón króna perlu' í umfjöllun sinni í RÚV.

Platan var pródúzeruð af Togga Nolem sem hefur áður starfað með Skyttunum, Kött Grá Pjé, tilrauna sveitinni Mafama og rokksveitinni Leður. Platan kemur svo út á vínyl þann 26. júlí næstkomandi.

Í kjölfar útgáfunnar hefur Biggi raðað í kringum sig nýrri tónleikasveit sem hann kallar Memm. Þeir stefna á tónleika víða um land í haust og vetur.
 
Hljómsveitina Memm skipa sjóaðir norðan-menn;
Hallgrímur Jónas Ómarsson, gítar.
Stefán Gunnarsson, bassi.
Valgarður Óli Ómarsson, trommur.
Þorsteinn Kári Guðmundsson, hljómborð og gítar.
 

Á útgáfutónleikunum verða öll lögin af nýju plötunni flutt auk valinna laga af 30 ára ferli Bigga.

Auk Bigga Maus & Memm koma fram á tónleikunum;
Drengurinn Fengurinn
Rósa Ómars
 
Aðgangseyrir: 5500 kr.
 
-----
Hvenær
föstudagur, september 13
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
5500