Til baka

Barnamenningarhátíð á Akureyri 2025

Barnamenningarhátíð á Akureyri 2025

Börn og ungmenni eru hvött til virkrar þátttöku í menningarstarfi og þeim gefin tækifæri til að njóta lista og menningar.


Viðburðadagatal hátíðarinnar frá 2024 má finna HÉR .. dagskrá hátíðarinnar 2025 verður sett inn þegar nær dregur


Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn. Árið 2025 er hluti aprílmánanaðar helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri.

Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni. Vettvangur hátíðarinnar er Akureyri og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.

Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun barnvæns sveitarfélags.

Heimili Barnamenningarhátíðar á Akureyri á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak.

Verkefnastjórn Barnamenningarhátíðarinnar hefur ekki verið ráðinn.
Hægt að senda línu á netfangið barnamenning@akureyri.is eða hringja í síma 460-1157.

Hvenær
1. - 24. apríl
Hvar
Akureyri
Nánari upplýsingar

Barnamenningarhátíð á Akureyri 2025

1.-24. apríl