Bæjarfjall við Dalvík
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Gunnhildur Ottósdóttir
Ekið að Dalvíkurkirkju þar sem gangan hefst. Genginn er malarvegur sem liggur til fjalls, upp með fallegu gljúfri og áfram í mynni Tungudals. Síðan er gengið upp á fjallið að vörðu sem þar stendur. Þarna er frábært útsýni yfir Dalvík, inn Svarfaðardal og Skíðadal, inn Eyjafjörð, út yfir Hrísey og allt til Grímseyjar. Stutt ganga sem er brött á köflum. Sama leið gengin til baka.
Vegalengd 7-8 km. Gönguhækkun 660 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.