Til baka

Alþjóðleg spilavika - Skiptimarkaður með spil og púsl

Alþjóðleg spilavika - Skiptimarkaður með spil og púsl

Komdu með gömlu spilin og púslin og skiptu þeim út fyrir „ný"!
Ertu komin(n) með leið á að leggja lestarteina í Norður-Ameríku? Kanntu allar spurningarnar í Trivial Pursuit? Ertu alltaf að púsla sama púslið aftur og aftur?
Komdu með gömlu spilin og púslin og skiptu þeim út fyrir „ný"!
Þú mátt koma með eins mörg spil og púsl og þú vilt og þú mátt líka fara með eins mörg og þig lystir, óháð því hversu mikið þú lagðir í púkkið.
Öll velkomin!

 

Hvenær
fimmtudagur, nóvember 11
Klukkan
16:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri