ÁLF TÓNA KORTÉRIÐ - MATISS
Matiss Leo Meckl slagverksleikari fremur nýárstónleika TÓLF TÓNA KORTÉRSINS!
TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ óskar ykkur gleðilegra jóla!
Farsæls komandi árs óskum við ykkur með skemmtilegu boði:
ÁLF TÓNA KORTÉRIÐ - Nýárstónleikar Tólf Tóna Kortérsins
verður haldið á Listasafninu á Akureyri
laugardaginn 4. janúar
kl. 15:00-15:15
og kl. 16:00-16:15.
Þar getur allt gerst.
Matiss Leo Meckl slagverksleikari flytur tónverkin
CASE HISTORY eftir Roderik de Man,
BAD TOUCH eftir Casey Cangelosi og
SILENCE MUST BE eftir Thierry De Mey.
Við mælum eindregið með því að þið athugið þetta dularfulla álftóna-kortérsmál og mætið á staðinn. Nú er glatt.
Aðgangur er ókeypis og aðgengi gott - öll hjartanlega velkomin!
Tónleikarnir henta sannarlega fólki á öllum aldri og af öllu upplagi - okkur öllum bara. Öllum sem langar.
Við þökkum Sóknaráætlun Norðurlands Eystra stuðninginn fyrr og síðar, sem og Listasafninu og Akureyrarbæ farsælt samstarf.