Til baka

Ævintýrið um Dimmalimm - Brúðuleikhús á Minjasafninu

Ævintýrið um Dimmalimm - Brúðuleikhús á Minjasafninu

Ævintýrið um Dimmalimm - Brúðuleikhús á Minjasafninu á Akureyri

Prinsessan Dimmalimm eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal.

Brúðuleikritið um Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 2019 og var sýnt aftur og aftur fyrir smekkfullu húsi. Leikurinn hefur verið á fjölunum hér og þar síðan og fengið ævintýralegar viðtökur.

Hvar: Minjasafnið á Akureyri

Hvenær: 13. apríl

Klukkan: 14 Sýningartími: 35 mín

Aldur: 5-10 ára

Algjörlega ókeypis!

Dimmalimm kynningarmyndband https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

Dimmalimm á Storytel https://www.storytel.com/is/is/books/786840-Dimmalimm

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Sögumaður: Arnar Jónsson

Dimmalimm: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Pétur: Sigurður Þór Óskarsson

Tónlist: Björn Thorodssen

Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar

Hvenær
sunnudagur, apríl 13
Klukkan
14:00-14:45
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
Ókeypis