Til baka

Ævintýri og ímyndunaraflið

Ævintýri og ímyndunaraflið

Myndlistasmiðja í Listasafninu á Akureyri

Í tilefni Listasumars verður boðið upp á ævintýra myndlistasmiðju í Listasafninu á Akureyri. Dagana 18. - 20. júní mun myndlistarkonan og listkennarinn Björk Viggósdóttir leiða spennandi smiðju fyrir börn á aldrinum 7 til 10 ára.

Í smiðjunni skoða þátttakendur nærumhverfið í samhengi við litafræði, birtu, sjónarhorn, skugga og form. Unnið verður með teikningar, málverk og skúlptúra, sem eru allt í senn innblástur, efniviður og ævintýri sem við sköpum sjálf. Við virkjum ímyndunaraflið með sögum og dæmum úr listasögunni og tengjum jafnvel við sýningar Listasafnsins. Að lokinni smiðju fá börnin að taka listaverk sín heim.

Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg. 

Skráning fer fram í gegnum netfangið heida@listak.is

Athugið að smiðjan er fullbókuð

Hvenær
18. - 20. júní
Klukkan
13:00-15:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir