Það verður sérstaklega jólalegt um að litast í Nonnahúsi þar sem félagar úr Þjóðháttafélaginu Handraðanum verða að störfum. Jól verða undirbúin í anda fyrri tíðar með kertagerð, skorið út laufabrauð, föndrað og jólatréð skreytt og margt fleira.
Í Nonnahúsi er einnig að finna sýningu á jólaskrauti frá ýmsum tímum. Þá er efni úr dagbókum Sveins Þórarinssonar sem tengist jólum á veggjum hússins. Var jólaös í Innbænum?
Á Minjasafninu er sýning á ljósmyndum sem fanga jólastemningu fortíðarinnar. Þá eru óþekktu jólasveinarnir sjáanlegir á veggjum og hægt að kíkja inn í jólafjallið og skoða hýbýli Grýlu og hennar hyskis.
Börnin bjóða fullorðnum á safnið í desember. Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Annars er tilboð á ársmiða 2025, já 2025, á aðeins 2000 kr. Gildir á 7 söfn út árið 2025.