Sjálfsbjörg landssamband heyfihamlaðra heldur aðgengisdaginn hátíðlegan næstkomandi laugardag 27. ágúst á Ráðhústorginu. TravAble appið verður kynnt og fólk hvatt til að skrá inn í það á ferð sinni um bæinn. Gestum og gangandi verður boðið að prufa hjólastól og algengar hindranir. Auk þess verður fólki boðið upp á drykki og súkkulaði.
Allir hjartanlega velkomnir.
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.
Nánar um starfsemi Sjálfsbjargar HÉR