Að vera vera – Yuliana Palacios fremur gjörning út frá samnefndri sýningu Brynhildar Kristinsdóttur
Brynhildur Kristinsdóttir
Að vera vera
26.08.2023-11.08.2024
Salur 06
„Verurnar hafa fylgt mér frá því að ég skoðaði Museo della Statue Stele Lunigianesi í Pontremoli á Ítalíu vorið 1990. Frumstæðar höggmyndirnar höfðu mikil áhrif á mig og hafa fylgt mér æ síðan. Í verkum mínum skoða ég þenslu málverksins ásamt því að breyta lögun þess frá flatneskju yfir í þrívítt form. Ég velti fyrir mér hvað er innan og utan myndformsins og tengslum þess við umhverfið, en undanfarin ár hef ég í auknum mæli valið að sýna verk mín utandyra.“
Brynhildur Kristinsdóttir (f. 1965) vinnur með mismunandi miðla sem taka mið af viðfangsefninu hverju sinni. Hún hefur kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmyndir og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún lauk kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2022. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 20.15 - 20.30
Staðsetning: Listasafnið á Akureyri, salur 06
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.