Einar Jónsson og Davíð Stefánsson ortu sín ljóð og bænir í orð og leir, trúir synir listagyðjunnar og skemmtilega oft samstíga þar sem þeir leituðust við að tengja og túlka moldina og andann, hráan veruleikann og háleita fegurðina.
Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrum húsfreyja í Davíðshúsi, fjallar um tengslin milli lífs og verka myndhöggvarans og ljóðskáldsins og flytur ljóð Davíðs sem kallast á við myndverk Einars.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 16.00 - 17.00
Staðsetning: Davíðshús, Bjarkastígur 6
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.