Hjónin Tinna Sif og Jacob Wood bjóða upp á 2 klst. opið workshop í Acro jóga en þau hafa stundað acro jóga um árabil og langar að deila þessum skemmtilegu æfingum með bæjarbúum á Akureyri.
Þau munu fara yfir undirstöðuatriðin í acro jóga, vinna með jafnvægi, styrk og jákvæð samskipti í hinum ýmsu æfingum og leikjum. Það þarf ekki að hafa neina reynslu eða að koma með félaga, bara vilja og áhuga til þess að hreyfa sig, læra eitthvað nýtt og vonandi hlæja svolítið.
Acro jóga er blanda af jóga og fimleikum þar sem tveir eða fleiri vinna saman að því að gera æfingar. Það geta bæði verið æfingar sem oft minna á dans og/eða flæði eða meira slakandi æfingar sem samanstanda af nuddi og teygjum. Þetta er alveg frábærlega skemmtilegar æfingar sem styrkja líkama og sál og góð leið til þess að styrkja hæfileika okkar til þess að tjá okkur og hlusta á og vinna með öðrum.
Allir eru velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: 13.00 – 15.00
Staðsetning: Hof, Naust
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir
Annað: Hvetjum til að koma með eigin Jógadýnur
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.