„Við byrjum stundina á að setjast á jógadýnu, koma inn á við, loka augunum og anda rólega. Í kjölfarið gerum við jógastöður og teygjum á. Svo förum við í ævintýraleiðangur í núvitund um safnið og virðum fyrir okkur liti, form og útlínur til að þroska skynjun og eftirtekt. Þátttakendur eru hvattir til að túlka verkin með eigin orðum ásamt því að bregða á leik í tengslum við verkin. Í lokin slökum við á við örfá vel valda lága hljóma úr ýmsum hljóðfærum í kyrrlátu andrými Listasafnsins.“
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg á netfangið: heida@listak.is.