Ævintýrin verða til á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman. Listasmiðjur á Listasumri 2024 skipa veglegan sess eins og hefð er fyrir. Dagskrá Listasumars er enn í mótun og birtast viðburðir hér að neðan jafnt og þétt.
Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Elísabetar Agnar Jóhannsdóttur hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar. Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði undir merkjum Listasumars geta sent verkefnastjóra þátttökuumsókn á netfangið elisabet.ogn.johannsdottir@akureyri.is eða hringt í síma 460 1157.
Heimili Listasumars á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir Listasumars noti myllumerkin #listasumar og #hallóakureyri
* Birt með fyrirvara um breytingar