Til baka

Hríseyjargata

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text


Hríseyjargata

Mynd af skiltinu
Árið 1904 gerði Stefán Kristjánsson nákvæman uppdrátt af Oddeyri. Götum, eða öllu heldur götunöfnum, hafði þá fjölgað síðan 1900 þegar nöfnin voru aðeins tíu talsins í öllum kaupstaðnum. Svo dæmi sé tekið var Hríseyjargata teiknuð á kortið. Við hana stóð þá aðeins eitt hús og götustæðið var að hluta undir síki þar sem gætti flóðs og fjöru. Enn er sjór til vandræða á þessum slóðum og vatnsdælur víða í kjöllurum húsa á neðanverðri Oddeyri.

Sem hægast mætti kalla gatnamót Hríseyjargötu og Strandgötu. Bakarahornið. Strandgata 41 er neðan gatnamótanna, byggt 1901, gagngert til að hýsa brauðgerð. Þar fæddist árið 1902 verkalýðsleiðtoginn og alþingismaðurinn Einar Olgeirsson, en faðir hans var bakarinn Olgeir Júlíusson, einn stofnenda fyrsta verkalýðsfélagsins á Akureyri.

Húsið ofan gatnamótanna, Strandgata 39 (Karlshús), hefur að vísu ekki hýst brauðgerð en er merkilegt fyrir þá sök að sex sinnum hefur kviknað þar í en húsið stendur þó enn. Bakarí var hins vegar um áratugaskeið í stóru fjórlyftu byggingunni við hliðina, Strandgötu 37. Þetta fjórlyfta steinhús er eina húsið við Strandgötu byggt samkvæmt skipulaginu 1927 og átti að vera hluti af stærri byggingu sem aldrei reis. Norðar á eyrinni má sjá frekari ummerki skipulagins frá 1927.

Myndatextar:
Stóra myndin: Séð yfir Oddeyri 1931. Suðurhluti eyrarinnar er fullbyggður. Neðst á myndinni sér í sjávarsíkið eða Ósinn. Við Strandgötuna má sjá uppfyllingu og bryggju fram af henni. Í seinna stríði leigði breski herinn hvort tveggja og kom þar upp aðstöðu fyrir orustuvélar sem norskir flugmenn stýrðu.
Litlu myndirnar: 
* Horft upp Strandgötuna um 1910.  Fjaran framan við Strandgötuna var aðgrunn og ekki heppilegt lægi fyrir stærri skip. Húsið lengst til hægri er Brauðgerðarhúsið (Strandgata 37) sem byggt var 1899 og brann 1931.
* Húsið við Strandgötu 41, reist árið 1901 af Brauðgerðarfélaginu á Akureyri. Bakaríið var í kjallaranum en íbúð í efri hæð og risi. Árið 1912 stofnaði Kristján Jónsson Kristjánsbakarí í þessu sama húsi.
* Fyrir utan Kristjánsbakarí í Strandgötu 37 árið 1944. Kristján Jónsson bakari keypti húsið og flutti bakaríið þangað 1934. Á móti húsunum var flugplan Akureyrar og á því skúr sem hýsti hergögn í seinni heimsstyrjöldinni.

Hríseyjargata - Bakers & Union Builders

Picture of the sign
In 1900 only 10 street names were registered for the whole town, but in 1904 when Oddeyri street names were added, the overall number significantly increased. Hríseyjargata was on the map although only one building and much of the proposed road was under the tidal pool. Sea water was still a problem and pumps were needed in many cellars of Lower Oddeyri properties. The crossroads at Hríseyjargata and Strandgata became “Baker’s Corner” when Strandgata 41 was built in 1901 specially to house a bakery. The baker, Olgeir Júlíusson, was one of the first to establish a workers’ union in Akureyri and his son, Einar Olgeirsson, born 1902, became a union leader and member of Parliament.

Strandgata 39 (Karlshús), is well known for surviving in spite of going on fire six times. There was also a bakery in the four storey building next door, Strandgata 37, the only house built according to the building plan of 1927. To the north on the estuary there are further signs of this plan. ENS 169

Big picture:
Overview: Oddeyri 1931. The southern part is fully built up. The lower part shows the tidal pool. At Strandgata we see the landfill and the pier running from it. In WWII the British Army rented both, and set up facilities for war planes flown by Norwegian pilots.

Smaller pictures:
* Looking up Strandgata around 1910. The shore by Strandgata is shallow and not suitable for mooring large ships. To the far right is the “Bakery” (Strandgata 37) built in 1899 and destroyed by fire in 1931.
* Strandgata 41, built 1901 by the Akureyri Bakers’ Association. The bakery was in the cellar and the living quarters on the upper floor and attic. In 1912 Kristján Jónsson established “Kristján’s Bakery” in this same house.  
* Strandgata 37. Kristján Jónsson moved his bakery there in 1934. Opposite, Akureyri air strip and a hut housing military equipment during WWII.