Til baka

Eiðsvöllur

Mynd af skiltinu  /  Picture of the sign

Íslenskur texti
English text 

Eiðsvöllur

Mynd af skiltinu
Árið 1858 hófst mannvist á Oddeyri í tveimur húsum. Annað þeirra stóð á lóðinni þar sem nú er Norðurgata 31. Frumbyggjar Oddeyrar voru hjónin Jósef Grímsson gullsmiður og Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Þegar myndin er tekin var frú Nielsine Sophie Jensen flutt í húsið og hafði bakarí í eldhúsinu og seldi brauð, aðallega til Gránufélags. Frú Jensen er lengst til hægri á myndinni sem er frá því um 1900.
Á Eiðsvelli var tún þar sem erlendir hermenn hreiðruðu um sig í seinna stríði. Síðar kom til tals að byggja ráðhús fyrir bæinn, slökkvistöð eða verkalýðshöll á vellinum. Íbúar í nágrenninu mótmæltu og Fegrunarfélag Akureyrar (stofnað 1949) lagði þeim lið enda stóð í aðalskipulagi bæjarins 1927 að þarna skyldi vera „opinn skemmtigarður“ – sem varð úr. Lengst til vinstri er braggi frá stríðsárunum. Þar fyrir neðan er Norðurgata 31, háreist hús með risi.
Árið 1945 byggði smiðurinn Haraldur Kristján Jónsson Eiðsvallagötu 6, bjó á efri hæðinni en leigði út þá neðri. Hann ólst upp í Bólu í Skagafirði og festist nafnið við húsið. Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) var með verslunarrekstur á jarðhæðinni frá 1949-1975. Í Bólu var einnig Sólvallabúðin og síðar Eiðsvallabúðin sem Jóhannes Jónsson keypti 1956 og rak undir eigin nafni. Gengið var um norðurdyr (sjá mynd) inn í verslun Jóhannesar sem bauð upp á ýmsan heimilisvarning í samkeppni við KEA, þó ekki mjólk, kjöt og brauð.
Gamli Lundur var fyrsta húsið sem reis á Oddeyri 1858. Húsið var reist sem íbúðarhús en hýsti líka fyrstu verslun Gránufélagsins (1873), fyrstu niðursuðuverksmiðjuna á Akureyri (1880) og síðast smiðju Völundar Kristjánssonar járnsmiðs allt til 1981 (myndin er frá þvi um 1980). Húsið var rifið 1984 og byggt annað hús sama ár sem er eftirlíking af því gamla og ber sama nafn. Í dag er það kirkja sjöunda dags aðventista.
Hluti af fyrsta aðalskipulagi Akureyrar sem Tryggvi Þórhallsson ráðherra staðfesti hinn 1. september 1927. Þar var gert ráð fyrir svokölluðum bæjarvelli sem árið eftir fékk nafnið Eiðsvellir. Í tímans rás hefur nafnið breyst í Eiðsvöllur. Merktu húsin á kortinu standa enn. Hér til vinstri er hluti af greinargerðinni sem var fylgirit með skipulaginu og er dagsett 12. júlí 1926.
Jóhannes Jósefsson (1883-1968), glímukappinn frægi, fæddist í í jötu í fjárhúsi afa síns á Barði á Akureyri en ólst upp um tíma í Gamla Lundi á Oddeyri. Hann tók þátt í Olympíu-leikunum 1908 í London en hélt síðan í víking, fór um lönd, sýndi glímu og tókst á við menn og jafnvel birni. Þegar Jóhannes sneri heim aftur, tveimur áratugum síðar, réðist hann í að byggja Hótel Borg í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Akureyrar (UFA)


Eiðsvöllur

Picture of the sign
One of the first houses of Oddeyri was built in 1858 and stood on the ground of Norðurgata 31. It contained a bakery that madame Jensen, who is to the far right on the picture, ran.
During the World War II foreign soldiers barracks were located on Eiðsvöllur. Later the plan came up to built on the field. Locals protested the idea and pressed to maintain what they referred to as their open amusement area. Furthest to the left is a bunker from the war times.
Built in 1945. The coop KEA ran a grocery store in this house from 1949-75 and for many years another privatly owned grocery store was next door.
The first house in Oddeyri was named “Gamli Lundur“and built in 1858. The house was torn down and a replica built in 1984. Is today a church of the Seventh-day Adventists.
Part of the master plan for Akureyri from the year 1927. Eiðsvöllur was already then planned for as an ˮopen amusement area“. The marked houses on the map still exist.
Jóhannes Jósefsson was born 1883 and raised in the area of Oddeyri. He took part in the 1908 London Olympic games and became a famous wrestler travelling to many countries. He was one of the founders of the Akureyri Youth Club.