Til baka

Leikfangasafnið Friðbjarnarhúsi

Aðalstræti 46
600 Akureyri
Sími: 462 4162
Netfang: minjasafnid@minjasafnid.is
Facebook

Í Friðbjarnarhúsi er sýning á leikföngum frá síðustu öld. Á efri hæð hússins er fundarsalur Góðtemplarareglunnar sem gaf Akureyrarbæ húsið en Góðtemplararegla Íslands var stofnuð í húsinu, sem er kennt við Friðbjörn Steinsson. Leikfangasafnið var stofnað af Guðbjörgu Ringsted.

Friðbjarnarhús stendur í Innbænum, elsta hluta Akureyrar og er talið að það hafi verið byggt árið 1856. Húsið er kennt við Friðbjörn Steinsson, bókbindara, bóksala og bæjarstjórnarmann til fjölda ára. Á heimili Friðbjarnar var Góðtemplarareglan á Íslandi stofnuð og keypti reglan húsið árið 1961 til að koma þar á fót minjasafni. Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og hefur húsfriðunarsjóður veitt viðurkenningar fyrir endurbætur og varðveislu þess.

Opnunartímar: 

Opið daglega yfir sumarið frá klukkan 11 til 17. 
September-maí: Opið fyrir hópa eftir óskum.