Til baka

Skapandi Akureyri

Skapandi Akureyri - Akureyri Creative er kort sem inniheldur flesta þá staði á Akureyri og næsta nágrenni, þar sem frumsköpun í listum og hönnun fer fram, staðir sem eru eða geta verið opnir almenningi. Hægt að rölta, hjóla eða keyra á milli allra þessa afar ólíku staða og upplifa þannig listalíf og fjölbreytta flóru skapandi staða í höfuðstað Norðurlands.
Kortið verður uppfært, endurprentað árlega og dreift á alla helstu almenningsstaði á svæðinu og víðar. Kortið er hugmynd Flóru menningarhúss og unnið í samstarfi við Cave Canem hönnunarstofu, Ásprent og Akureyrarbæ.

Verkefnið fékk styrk út viðburða- og vöruþróunnarsjóði Akureyrarbæjar 2020. 

     

Nánari upplýsingar

PDF útgáfa kortsins HÉR