Íslandskortasafn Schulte inniheldur 174 landakort frá 1528-1847 þar sem dregin er upp mynd af Íslandi eða landið er hluti stærra korts af norðurslóðum.
Kortin eru gerð af frægustu kortagerðarmönnum Evrópu á þessum tíma. Elstu kortin sýna framandi mynd af Íslandi en með vísindalegri framþróun breytast kortin og sýna að endingu landið í sinni réttu mynd. Kortin geyma hvert um sig skemmtilegar sögur og smámyndir. Á þeim eru þekkt en ekki síður framandi örnefni. Þá er skemmtilegt að rýna í og sjá hvað vantar á kortin.
Íslandskortasafnið var gefið Akureyrarbæ árið 2014 af þýsku hjónunum prófessor dr. Karl-Werner Schulte and dr. Gisela Schulte-Daxbök. Stofngjöfin innihélt 76 kort en safnið hefur vaxið undanfarin ár. Dr. Karl-Werner hefur gefið Akureyrarbæ fleiri kort í minningu konu sinnar Giselu og telur það nú 174 kort.
Íslandskortasafnið er stærsta safn korta frá þessu tímabili og það eina sem er sýnt árlega. Í safninu eru einstök kort sem er ekki að finna annarsstaðar. Á hverju ári er búin til sérsýning eftir ólíkum þemum úr kortasafninu.
Hægt er að sjá frekari upplýsingar og myndir af kortunum á vef Minjasafnsins á Akureyri