Til baka

Norðanbál - gestavinnustofa í Hrísey

Listahópurinn Norðanbál rekur gestavinnustofu í Gamla barnaskólanum í Hrísey.  Hann er innréttaður  með vinnustofu og þremur svefnherbergjum til útleigu fyrir listamenn hvaðanæva úr heiminum. Markmiðið að listamenn fái möguleika til þess að vera í Hrísey og hafi aðgang að þessum einstaka stað, gegn vægu verði.  Gamli skóli, eins og hann er kallaður, er staðsettur miðsvæðis í þorpinu í Hrísey, í u.þ.b.10 mín. göngulengd frá bryggjunni þar sem ferjan leggst að.  Allar nánari upplýsingar um umsóknir og listahópinn Norðanbál eru á heimasíðu listahópsins.

 

Norðanbál - gestavinnustofa í Hrísey
Skólavegi
630 Hrísey
Heimasíða: nordanbal.is