Til baka

Kórastarf á Akureyri

Kórastarf á Akureyri á sér langa forsögu og er með miklum blóma. Bæjarbúar eru duglegir við að syngja saman, jafnt ungir sem aldnir undir faglegri stjórn. Hér að neðan má sjá lista yfir starfandi kóra á Akureyri.

KARLAKÓR AKUREYRAR-GEYSIR
Lón, Hrísalundi 1a 600 Akureyri
Heimasíða: http://www.kag.is
Sími: 462 4066/892 6700 Netfang: 4712828@gmail.com

Starf kórsins er afar fjölbreytt en auk hefðbundinnar dagskrár, sem inniheldur kaffihlaðborð, jólatónleika í einhverju formi, söng við jarðarfarir og ýmis önnur tækifæri og vortónleika, hefur KAG bryddað upp á ýmsum nýjungum undanfarin ár. Þá stendur Karlakór Akureyrar - Geysir einnig fyrir kóramóti, sem nefnist ,,Hæ! Tröllum á meðan við tórum". Er það orðinn fastur liður í dagskrá hvers vetrar. Þremur kórum er boðið að taka þátt með KAG hverju sinni og mótið haldið síðla vetrar. Hin besta skemmtun og gott fyrir kóra að hittast og heyra hver í öðrum.

Þeir sem eru áhugasamir um að taka þátt eru hvattir til að senda línu í netfang kórsins. Allir, sem áhuga hafa á að vera með í skemmtilegum og gefandi félagsskap, ættu að drífa í að hafa samband.

KVENNAKÓR AKUREYRAR
Kristnes 7
601 Akureyri
Sími: 463 1363 / 899 6297
Netfang: kvak@kvak.is
Heimasíða: http://www.kvak.is

Kvennakór Akureyrar var stofnaður á fyrstu mánuðum ársins 2001.  Í honum starfa nú að jafnaði um 60 konur frá Akureyri og nærsveitum. Kórinn heldur um það bil þrenna tónleika á ári og tekur auk þess að sér að syngja við hvers kyns tækifæri. Lagavalið er fjölbreytt, yfirleitt frekar á léttari nótunum og við allra hæfi. Æfingar kórsins eru á sunnudögum kl. 16:45 - 19:00 og aukaæfingar eftir þörfum. Kvennakór Akureyrar heldur aðaltónleika á Akureyri á vordögum ár hvert, auk þess jólatónleika þar sem kórinn syngur, í samvinnu við aðra kóra, jólalög til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Einnig er sungið við ýmis önnur tækifæri. Kórinn flytur íslensk og erlend lög, þjóðlög, negrasálma, lög úr söngleikjum og fleira og yfirleitt er dagskráin á léttari nótunum.

GOSPELKÓR AKUREYRAR
Heimasíða: http://gospelkorakureyrar.bloggar.is

KÓR AKUREYRARKIRKJU
Í kórnum eru um 85 söngvarar á öllum aldri. Kórinn syngur allur fyrsta sunnudag í hverjum mánuði auk þess að syngja á stórhátíðum. Kórnum er skipt í 4 messuhópa, hver hópur syngur 2-3 sinnum á önn. Kórinn heldur sjálfstæða tónleika 3-5 sinnum á ári og syngur allt frá aðgengilegum dægurlögum upp í stórvirki kórbókmenntanna. Kórinn hefur haldið tónleika víða um land, bæði sjálfstæða tónleika sem og í samstarfi við fjölda tónlistarmanna. Æfingar kórsins eru á þriðjudögum kl. 20:00-22:00.

STÚLKNAKÓR AKUREYRARKIRKJU
Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Kórinn tekur virkan þátt í fjölbreyttu helgihaldi. Kórinn syngur reglulega á tónleikum og lögð er mikil áhersla á félagslega þátt starfsins, mikið um námskeið, óvæntar uppákomur o.fl. Kórinn hefur farið á 2-3 ára fresti í tónleikaferð til Evrópu, til Svíþjóðar, Finnlands, Slóveníu, Austurríkis og Þýskalands. Æfingar kórsins eru á fimmtudögum kl. 17:00-18:00.

BARNAKÓRAR AKUREYRARKIRKJU
Barnakórarnir eru tveir, yngri kórinn er fyrir börn úr 2.-4. bekk grunnskóla og sá eldri er fyrir börn úr 5.-7. bekk. Áhersla er lögð á rétta raddbeitingu og skemmtilegt andrúmsloft. Kórarnir syngja við fjölskylduguðsþjónustur ásamt því að syngja við ýmsar uppákomur víða í bænum. Æfingar yngri kórsins eru á mánudogum kl. 14:00-15:00 og æfingar eldri kórsins eru á þriðjudögum kl. 15:00-16:00.

KAMMERKÓRINN ÍSOLD
Kórinn var stofnaður haustið 2009 og í honum eru ungar konur á aldrinum 18-27 ára. Hlutverk kórsins er fyrst og fremst að halda tónleika á vegum kirkjunnar. Lögð er áhersla á krefjandi verkefni og vandaðan flutning. Kórinn hefur þegar vakið mikla athygli vegna fágaðs tónlistarflutnings. Æfingar kórsins eru á fimmtudögum kl. 16:30-18:00.

HYMNODIA
Hymnodia er tónleikakór, skipaður 17 vönum söngvurum. Markmið kórsins er að efla íslenska kórtónlist með því að halda reglulega tónleika með verkum íslenskra tónskálda. Einnig einbeitir kórinn sér að verkum frá barokktímanum. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.

KÓR GLERÁRKIRKJU
Í kórnum eru að jafnaði um 40 félagar. Kórinn deilist í tvo messuhópa sem skiptast á að syngja við athafnir. Æfingar kórsins eru á fimmtudögum kl. 20.00-22.00 og klukkutími fyrir athafnir.

BARNAKÓR GLERÁRKIRKJU
Þetta er fyrir börn í 1.-5.bekk. Kórinn æfir einu sinni í viku, á miðvikudögum frá 15.30-16.30 í Glerárkirkju. Sungin eru lög úr ýmsum áttum og tekið þátt í  fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði.

ÆSKULÝÐSKÓR GLERÁRKIRKJU
Þetta er kór ætlaður einstaklingum frá 6.bekk og uppúr, en ekkert aldursþak er á kórnum. Stelpur jafn sem strákar eru boðin velkomin á æfingar á miðvikudögum milli kl. 16.30-18.00 í Glerárkirkju. Sungin er fjölbreytt tónlist og tekið þátt í  fjölskylduguðsþjónustum einu sinni í mánuði.

KVENNAKÓRINN EMBLA
Kvennakórinn EMBLA var stofnaður 1. september 2002 með það að markmiði að taka til flutnings klassísk og nútíma verk fyrir kvennaraddir.