Til baka

Flóra - Menningarhús í Sigurhæðum

Flóra - Menningarhús í Sigurhæðum

Heimasíða: www.floraflora.is
Netfang: flora.akureyri@gmail.com
Facebook: flora.akureyri
Instagram: floraakureyri

Flóra menningarhús í Sigurhæðum er einstakur staður í gróðurkvos miðbæjar Akureyrar. Húsið var reist árið 1903 fyrir Guðrúnu Runólfsdóttur og Matthías Jochumsson skáld, prest og menningarfrömuð. Húsið var í eigu fjölskyldu þeirra til 1925 en hefur síðan þá verið í eigu ólíkra aðila sem heimili og menningarstaður til skiptis eða samtímis.

Flóra Menningarhús hefur verið starfrækt í Sigurhæðum frá árinu 2022. Á efri hæð og í kjallara eru vinnustofur fyrir skapandi fólk. Aðalhæð og útisvæði eru opin almenningi, þar er arfleifð og sögu staðarins miðlað sem og nýjabrumi í listsköpun. Í Flóru eru haldnir fjölbreyttir viðburðir og þar eru einnig seldar vörur eftir listamenn, hönnuði og aðra sem sinna frumsköpun auk þess sem menningarverkefnið Pastel ritröð er gert út frá Sigurhæðum.

Opnunartími:

Frá 12. maí til 12. nóvember 2024 er opið daglega frá 9:00 til 15:00.

Enginn aðgangseyrir.