Til baka

Sólstöðuhátíð í Grímsey (júní)

Grímseyingar halda bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í allskyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Nánari upplýsingar um Grímsey má sjá hér.

Grímseyjarhátíðin árið 2024 verður haldin 21 - 23 júní.

Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-23.00, Laugardag 12.00-21.00, Sunnudag 12.00-21.00
Sundlaugin: Föstudag 18.00-19.30, Laugardag 13.00-16.00, Sunnudag 13.00-15.00
Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Sæfari siglir frá Dalvík til Grímseyjar kl. 09.00 mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga (og tilbaka sömu daga frá Grímsey).
Hægt er að bóka miða í ferjuna á vefsíðu Vegagerðarinnar
Flug milli Akureyrar og Grímseyjar, nánari upplýsingar og bókanir á vefsíðu Norlandair