Árleg flugeldasýning verður skammt frá höfuðstöðvum Norðurorku og hefst hún um kl. 21.00. Það er Björgunarsveitin Súlur sem sér um sýninguna en hún er í boði Norðurorku.
Förum varlega með skotelda um áramót og munum að hirða upp eftir okkur flugeldarusl og koma í viðeigandi flokkun. Flugeldarusl má alls ekki fara í blandaðan heimilisúrgang. Sérstökum gámum fyrir það verður komið fyrir við verslanir Bónus í Naustahverfi og Langholti sem og við grenndarstöð norðan við Ráðhús.
Smellið hér til að sjá loftmyndina í fulltri stærð (opnast í nýjum glugga).
Til glöggvunar þá er gönguleiðin frá bílastæðunum vestan Kjarnagötu um 800 metrar að brennunni og frá bílastæðinu við golfskálann að Jaðri um 700 metrar.
Hægt er að skoða yfirlit yfir afgreiðslu og opnunartíma yfir hátíðarnar og almennt hvað er í boði hér.