Til baka

Jólatorgið á Akureyri

Jólatorgið er staðsett á Ráðhústorgi. Í skreyttum jólahúsum verður til sölu ýmis varningur sem yfirleitt tengist hátíðarhöldunum með einum eða öðrum hætti.

Dagskrá Jólatorgsins á Þorláksmessu 23. desember

Jólatorgið er opið 18-22.

kl. 18.00-22.00 söluaðilar í skreyttum jólahúsum eru með jólalegan varning til sölu

kl. 18.00-22.00 Jólalegur sölubás fyrir utan Vamos á Ráðhústorgi

kl. 20.30 Villi Vandræðaskáld og Dandri flytja jólalög

kl. 21.00 Kirkjukór Akureyrarkirkju syngur fyrir gesti