Til baka

Eyrarrokk

Eyrarrokk er tónlistarhátíð sem haldin er fyrstu helgina í október ár hvert á tónleikastaðnum Verkstæðinu á Akureyri. Tónlistarhátíðin hefur skapað sér nafn síðan 2020 sem nokkurskonar nostalgíu veisla þar sem jafnan koma fram hljómsveitir sem fólk hefur ekki séð í mörg ár og jafnvel áratugi í bland við nýrri hljómsveitir, má þar nefna m.a. Fræbbblana, Tappa Tíkarrass, Langa Sela og skuggana, Dr. Gunna, Baraflokkinn o.fl. Jafnan koma fram 12 hljómsveitir á tveimur kvöldum. Finna má allt um Eyrarrokk á facebook síðu hátíðarinnar https://www.facebook.com/eyrarrokk