Til baka

Hríseyjarhátíð (Júlí)

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna,  fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.

Hátíðin verður haldin helgina 7. - 9. júlí 2023 og eru viðburðir á dagskrá frá fimmtudeginum fram á sunnudagskvöld.
"Fastir liðir eins og venjulega" eru á sínum stað, Garðakaffið og óvissuferðir á föstudeginum, Hátíðarsvæðið á laugardeginum með kaffisölu kvenfélagsins, leiktæki fyrir börnin, skemmtun á sviðinu, ratleikur og hópakstur traktora. Um kvöldið verður kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn.

Hríseyjarhátíðin 2024 verður haldin 12-14 júlí.

Dagskrá hátíðarinnar verður birt hér og á heimasíðu Hríseyjar þegar nær dregur
Þangað til má skoða dagskránna 2023 sem breytist yfirleitt ekki mikið milli ára.

Fimmtudagur 6. júlí
Karóki í Sæborg kl. 21.00 í umsjá Lukkukvenna

Föstudagur 7. júlí
Kaffi í görðum kl. 15.00 - 18.00: Lukka, Kelahús, Jörundarhús og Júlíusarhús
Klukkustrengjaheimilið og Sultusjoppan Miðbraut 11, opið kl. 15.00 - 18.00
Óvissuferð barna kl. 18.00 í boði Ungmennafélagsins Narfa
Óvissuferð 13 -17 ára kl. 18.00 í boði Ungmennafélagsins Narfa
Óvissuferð 18 ára og eldri kl. 21.30. Verð: 5.000 kr.

Laugardagur 8. júlí
Dagskrá hefst kl. 13.00
Rabarbarahátíð á Klukkustrengja heimilinu, Miðbraut 11, opið kl. 13.00 - 16.00
Kaffisala kvenfélagsins kl. 14.00 - 17.00
Leiktæki og sprell á Hátíðarsvæði:
Benedikt búálfur og Dídí mannabarn koma í heimsókn
Stúlli og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari
Ratleikur kl. 16.30
Hópakstur dráttarvéla kl. 18.00
Kvöldvaka kl. 21.00 - Kalli Örvars og ýmsir karakterar sem honum fylgja ásamt undirleikara, okkar eigin Siggi Gunnars kemur við.
Varðeldur og brekkusöngur með Kidda Árna og Ómari Hlyns

Gallerí Perla:
Föstudag: 12.30 -17.00
Laugardag: 12.30 -17.00
Sunnudag: 12.30 -17.00

Hríseyjarbúðin:
Föstudagur: 12.00 - 21.00
Laugardagur: 12.00 - 24.00
Sunnudagur: 12.00 -17.00

Sundlaugin:
Föstudagur: 10.30 - 19.00
Laugardagur: 10.30 - 17.00
Sunnudagur: 10.30 -17.00

Verbúðin 66:
Föstudagur: frá kl. 13.00
Laugardagur: frá kl. 13.00
Sunnudagur: frá kl. 13.00 - 20.00

Hríseyjarferjan Sævar:
Frá Hrísey                  Frá Árskógssandi
09:00                         09:30
11:00                           11:30
13:00                           13:30
15:00                           15:30
17:00                           17:30
19:00                           19:30
21:00                           21:30
23:00                           23:30

Sjá einnig nánari upplýsingar á vef Hríseyjar www.hrisey.is

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni.

Sjáumst hress í Hrísey!

Dagskráin 2024 mun birtast hér fyrir neðan þegar nær dregur viðburðinum.

Nánari upplýsingar

Ókeypis aðgangur