Til baka

Dekurdagar (október)

Dekurdagar 2024 fara fram 3. - 6. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem auðga andann og gleðja hjartað, þar að auki bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar uppákomur og dekurlega afsætti. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Verslunareigendur á Akureyri standa að Dekurdögum með aðstoð Akureyrarbæjar. (Dömulegu) Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008. 

Fylgist með á Facebook síðu Dekurdaga þar sem m.a. má sjá frekari upplýsingar. 

Dagskrá 2024

(Dagskráin er í vinnslu og viðburðir bætast við reglulega). Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. 


Fimmtudagur 3. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 6.45-21.00, Amtsbókasafnið kl. 8.15-19.00, sögustund fyrir börn kl. 16.30, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar.

Flóra Menningarhús í Sigurhæðum:
Opið 9-17: Verk Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Ragnars Kjartanssonar - kl. 17 Klipptextasmiðja með Þórgunni Oddsdóttur.

GLUGGINN í Hafnarstræti 88
Heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýning myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Gluggasýning opin allan sólarhringinn.

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar:  Detel Aurand & Claudia Hausfeld - Milliloft, Georg Óskar - Það er ekkert grín að vera ég, Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins - Veðurdagbók, Oliver van den Berg - Af svölunum, Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign, Fríða Karlsdóttir - Mjúkt, Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Grafísk gildi. Opið 12.00-17.00. Sjá nánar á www.listak.is  

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan & Nonnahús:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Danska Norðurljósaferðin 1899. Sjá nánar www.minjasafnid.is. Opið kl. 13.00-16.00

Amtsbókasafnið
Sögustund og föndur á Amtsbókasafninu kl. 16.30. Allir velkomnir. Sjá nánar hér

Amtsbókasafnið
Bókakynning Andrii Gladii kynnir úkraínsku bókina Ísland: norðlægir dagar miðnættis kl. 17.00. Sjá nánar hér

Glerártorg
Kvöldopnun á Glerártorgi til kl. 22.00. Sjá nánar hér

Vamos kl. 20.00
Salsakvöld og ókeypis prufutími í salsa. Allir velkomnir og það þarf ekki að mæta með félaga né kunna neitt í salsa. Sjá hér

Græni hatturinn kl.  21.00
Rúnar Eff & hljómsveit. Sjá nánar hér 


Föstudagur 4. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 6.45-21.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 8.15-19.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar. 

Flóra Menningarhús í Sigurhæðum:
Opið 9-21: Verk Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Ragnars Kjartanssonar.

GLUGGINN í Hafnarstræti 88
Heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýning myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Gluggasýning opin allan sólarhringinn.

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Detel Aurand & Claudia Hausfeld - Milliloft, Georg Óskar - Það er ekkert grín að vera ég, Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins - Veðurdagbók, Oliver van den Berg - Af svölunum, Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign, Fríða Karlsdóttir - Mjúkt, Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Grafísk gildi. Opið 12.00-17.00. Sjá nánar á www.listak.is

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan & Nonnahús:

Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Danska Norðurljósaferðin 1899. Sjá nánar www.minjasafnid.is. Opið kl. 13.00-16.00

Salurinn á Hjúkrunarheimilinu Hlíð
Fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur og Katrínar Jónsdóttur "Álfar og huldufólk á Akureyri" kl 13.30. Sjá nánar hér.

Akureyrarsundlaug
Gongslökun í innilauginni, eingöngu þarf að borga aðgangseyri að sundlauginni til að geta tekið þátt. Sjá nánar hér.

Dekurkvöld á Sykurverk
Fordrykkur verður í boði ásamt happdrætti & Heiðuljós kynnir kertin sín! kl. 20.00-22.00. Sjá nánar hér

Miðbærinn á Akureyri
Kvöldopnun í miðbænum til kl. 22.00

Verkstæðið
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk á Akureyri helgina 4.-5 okt kl. 20.00. Sjá nánar hér.

Græni hatturinn
Hjálmar snúa aftur á Græna hattinn til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar kl. 21.00. Sjá nánar hér.


Laugardagur 5. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 9.00-19.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 11.00-16.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar.
GLUGGINN í Hafnarstræti 88
Heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýning myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Gluggasýning opin allan sólarhringinn.

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Detel Aurand & Claudia Hausfeld - Milliloft, Georg Óskar - Það er ekkert grín að vera ég, Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins - Veðurdagbók, Oliver van den Berg - Af svölunum, Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign, Fríða Karlsdóttir - Mjúkt, Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Grafísk gildi. Opið 12.00-17.00. Sjá nánar á
www.listak.is

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan & Nonnahús:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Danska Norðurljósaferðin 1899. Sjá nánar www.minjasafnid.is. Opið kl. 13.00-16.00

Flóra menningarhús í Sigurhæðum
Þórgunnur Oddsdóttir spjallar við gesti um Ólöfu skáld frá Hlöðum í Bestu stofu. kl. 13.00. Sjá nánar hér

Menningarhúsið Hof
DIMMA fagnar 20 ára afmæli með stórtónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi, Akureyri þann 5. Október kl. 19.00. Sjá hér

Verkstæðið
Tónlistarhátíðin Eyrarrokk á Akureyri helgina 4.-5 okt kl. 20.00. Sjá nánar hér.

Græni hatturinn
Hjálmar snúa aftur á Græna hattinn til að fagna 20 ára afmæli sveitarinnar kl. 21.00. Sjá nánar hér.


Sunnudagur 6. október
Almenn þjónusta eins og: Sundlaug Akureyrar kl. 9.00-19.00, Amtsbókasafnið Opið kl. 11.00-16.00, Skógarböðin kl. 10.00-00.00. Sjá einnig hér Afþreying og afgreiðslutímar. 

Ferðafélag Akureyrar
Tökum skrefið eru vikulegar göngur hjá Ferðafélagi Akureyrar á sunnudögum. Mæting Strandgötu 23 kl. 10.00. Sjá nánar hér

GLUGGINN í Hafnarstræti 88

Heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýning myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Gluggasýning opin allan sólarhringinn.

Listasafnið á Akureyri:
Sýningarnar: Detel Aurand & Claudia Hausfeld - Milliloft, Georg Óskar - Það er ekkert grín að vera ég, Einar Falur Ingólfsson - Útlit loptsins - Veðurdagbók, Oliver van den Berg - Af svölunum, Jónas Viðar - Jónas Viðar í safneign, Fríða Karlsdóttir - Mjúkt, Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, Valin verk fyrir sköpun og fræðslu - Grafísk gildi. Opið 12.00-17.00. Sjá nánar á www.listak.is

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan & Nonnahús:
Sýningarnar: Akureyri bærinn við Pollinn og Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Danska Norðurljósaferðin 1899. Sjá nánar www.minjasafnid.is. Opið kl. 13.00-16.00


Dekurdagar eru viðburður að frumkvæði verslunareiganda á Akureyri til að skapa líf og gleði í bænum í október og sjá fulltrúar þeirra um viðburðinn með aðstoð Akureyrarbæjar. Október er alþjóðlegur mánuður brjóstakrabbameins og er víða um heim notaður til að vekja athygli á sjúkdómnum og safna fé til rannsókna á brjóstakrabbameini. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og litur mánaðarins og viðburðarins er bleikur.