Njótum töfra aðventunnar
Aðventuævintýri á Akureyri hefst með því að ljósin eru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum með fjölda viðburða, tónleika, sýninga, markaða o.fl. o.fl. og má skoða dagskránna hér. Njótum árstíðarinnar, aðventan er yndislegur tími til að njóta með vinum, vinnufélögum og sínum nánustu.
MATUR OG DRYKKUR
Ef einhvern tímann er ástæða til að gera vel við sig í mat og drykk þá er það á aðventunni. Á Akureyri eru fjölmargir ómótstæðilegir veitingastaðir sem bjóða upp jólastemningu og matseðla sem kitla bragðlaukana. Það er líka upplagt að leggja leið sína á eitthvert af fjölmörgum kaffihúsum bæjarins til að hvíla sig við jólagjafainnkaupin og þeir sem vilja kíkja á skyndibitastað hafa úr nægu að velja. Fyrir þá sem vilja frekar njóta veitinganna heima, þá eru fjöldi veitingastaða sem býður upp á að taka með.
GISTING
Gistimöguleikarnir á Akureyri eru fjölmargir – viltu gista á hóteli eða í hótelíbúð, á gistiheimili eða í íbúðagistingu eða jafnvel í sumarhúsi? Skoðaðu yfirlit yfir gistimöguleika á visitakureyri.is undir flipanum gisting.
VERSLUN
Það er upplagt að gera jólaverslunina á Akureyri í rólegu og huggulegu umhverfi, þar sem boðið er upp á vandað og fjölbreytt vöruúrval og verslunar- og þjónustuaðilar leggja áherslu á að veita góða og persónulega þjónustu. Þegar nær dregur verður hægt að skoða hér lista yfir opnunartíma verslana í desember. Hér getur þú skoðað heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs og Miðbæjarsamtökin á Akureyri halda úti Facebooksíðu.
Njótum saman á aðventunni
Það er ýmislegt hægt að gera sér að dagamuni á aðventunni þó að viðburðir séu fáir. Hér eru nokkrar tillögur að afþreyingu fyrir fjölskylduna.
Það er hægt að gera sér ýmislegt til skemmtunar á aðventunni. Á viðburðadagatalinu má skoða alla þá fjölbreyttu viðburði sem eru í boði, sjá hér.
Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar tillögur að afþreyingu sem hver og einn getur tekið þátt í þegar þeim hentar með sínum vinum og fjölskyldu.
Viðburðadagatal aðventuævintýris 2022
Hér má skoða alla viðburði sem skráðir eru á viðburðadagatal bæjarins.