Boreal er alþjóðleg hátíð tileinkuð vídeódansi sem haldin hefur verið í Listagilinu á Akureyri frá árinu 2020. Hátíðin miðar að eflingu margmiðlunar og vídeólista, á Norðurlandi, að skeyta saman inn- og erlendu listafólki, byggja brýr og hvetja til samstarfs. Boreal Screendance Festival fer fram í nóvember í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.