Akureyrarbær fagnar 159 ára afmæli sínu sunnudaginn 29. ágúst og verður því fagnað með ýmsu móti um afmælishelgina. Venjan hefur verið að halda Akureyrarvöku sem næst afmælinu en vegna COVID-19 hefur henni verið aflýst. Þeir viðburðir sem verða á dagskrá helgina 27.-29. ágúst í tilefni afmælis sveitarfélagsins lúta ströngum samkomutakmörkunum og verður sóttvarna að sjálfsögðu gætt í hvívetna.
*birt með fyrirvara um breytingar
Syngjum í sundi – afmælistónleikar með þátttöku sundlaugargesta – Sundlaug Akureyrar
Kl. 17.00 – 19.00
Takmarkaður fjöldi gesta/Aðgangseyrir í sund
Viðburður á Facebook HÉR
Hljómsveitin Súlur heldur veglega sönglagatónleika í Sundlaug Akureyrar í tilefni afmælis Akureyrarbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á að höfða til fólks á öllum aldri og hvetja sundlaugargesti til þátttöku í tónleikunum.
Ljúfir tónar í Hofi – Barr kaffihús
Kl. 17.00 – 18.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Viðburður á Facebook HÉR
Tónlistarfólkið Andrea Gylfadóttir, Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein og Halldór Gunnlaugur leika þekkta blús og djass standarda og hefja þannig afmælishelgina.
Ljósin í bænum
Kl. 21.00 – 00.30
Viðburður á Facebook HÉR
Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar varða valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Nánari upplýsingar um listaverkin sem sýnd verða.
Ljúfir tónar í Hofi – Barr kaffihús
Kl. 12.00 – 13.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Viðburður á Facebook HÉR
Systkinin Örn og Ösp Eldjárn spila lög af komandi plötu sinni Blood Harmony í bland við hugljúf íslensk dægurlög. Systkinin eiga bæði nokkuð langan tónlistarferil að baki og voru um tíma saman í þjóðlaga og bluegrass hljómsveitinni Brother Grass.
Listasafnið á Akureyri – OPNANIR
Kl. 12.00 – 23.00
Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins/ Takmarkaður fjöldi gesta
Viðburður á Facebook HÉR
Hekla Björt Helgadóttir
Villiljóð
Villiljóð er sýning ljóðsins í þrívíðu formi. Ljóðið er unnið í formi skúlptúra og annars konar myndlistarverka til að má út mörkin á milli miðlanna. Hekla Björt vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og skáld. Verk hennar eru einlæg, hnyttin og draumkennd og oft undir sterkum áhrifum frá leikhúsi og gjörningalist.
Ragnar Kjartansson
Undirheimar Akureyrar
Ragnar Kjartansson er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar – þekktur fyrir vídeóverk, málverk, gjörninga og innsetningar. Ragnar sýnir nýtt útilistaverk sem er sérstaklega unnið fyrir svalir Listasafnsins á Akureyri og hefur beina tilvísun í akureyskt samfélag, eins og Ragnar orðar það sjálfur: „Á Akureyri er allt aðeins meira í lagi en annars staðar.“
Mánudá | Lunarity - Kaktus í Listagilinu - Opnun
Kl. 12.00 - 23.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Listamaðurinn Freyja Eilíf með spennandi sýningu í Kaktus.
Markaður Lionsklúbbsins Ylfu – Aðalstræti 6
Kl. 13.00 – 16.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Lionsklúbburinn Ylfa verður með markað í bakgarði Aðalstrætis. Meðal annars verða glermunir, búsáhöld, postulín, hljómplötur, skartgripir, myndir og myndarammar, bútasaumsefni í pökkum, og fleira og fleira. Einnig verður kökubasar innan dyra með sérstaka áherslu á marengstertur. Andvirði allrar sölu fer til að styrkja geðheilbrigðismál barna og ungmenna á Akureyri
Grasgrænt - Mjólkurbúðin í Listagilinu - OPNUN
Frá kl. 14.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Félagar í Myndlistarfélaginu á Akureyri halda samsýninguna Grasgrænt í Mjólkurbúðinni. Opnun kl. 14.
Söguskúlptúrar - Listagilið
Kl. 14.00
Viðburður á Facebook HÉR
Listahópurinn RÖSK frumsýnir fjóra skrautlega skúlptúra í Listagilinu í tilefni afmælisins. Í hópnum eru Dagrún Matthíasdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir (Jonna) og Thora Karlsdottir.
Dansandi rómantísk akróbatík – Sundlaug Akureyrar
Kl. 14.00 – 14.15
Takmarkaður fjöldi gesta/Aðgangseyrir í sund
Viðburðurinn á Facebook HÉR
Rómantík dregur fram akróbatík og seiðandi salsa hjá hjónunum Tinnu & Jacob. Hjartnæmt og töfrandi atriði þar sem ástin er við völd og lyftir okkur öllum upp.
Verk Margeirs Dire Sigurðssonar endurgert - Portið við Kaupvangsstræti 6 (milli Rub23 og Pennans Eymundsson)
Kl. 11.00 - 22.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Viðburður á Facebook HÉR
Graffitílistamaðurinn Örn Tönsberg mun endurgera verk sem Margeir Dire Sigurðsson gerði á Akureyrarvöku 2014 í portinu milli Rub og Eymundson. Örn mun njóta aðstoðar Finns Fjölnissonar málarmeistara við verkið og vinnan við það hefst um kl. 11 og kl. 22 verður myndbandi frá 2014 varpað á vegging í portinu. Akureyrarstofa, KEA og Slippfélagið styrkja verkefnið.
Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni – Listasafnið á Akureyri
Kl. 15.00
Takmarkaður fjöldi gesta/Enginn aðgangseyrir
Viðburður á Facebook HÉR
Listamannaspjall með Ragnari Kjartanssyni um verk hans Undirheimar Akureyrar. Stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Plötusnúður á bakkanum – Sundlaug Akureyrar
Kl. 15.30 – 18.30
Takmarkaður fjöldi gesta/Aðgangseyrir í sund
Viðburður á Facebook HÉR
Plötusnúðurinn Glódís Ýr Jóhannsdóttir þeytir skífum fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar.
Ljúfir tónar í Hofi – Barr kaffihús
Kl. 17.00 – 18.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Viðburður á Facebook HÉR
Tríó Akureyrar er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots píanó- og fiðlusjentílmanni, Jóni Þorsteini Reynissyni nikkara og Erlu Dóru Vogler allsherjarsöngkonu. Þríeykið mun leika íslensk og erlend dægurlög, sem og flesta aðra tónlist sem hönd á festir.
Ljósin í bænum
Kl. 21.00 – 00.30
Viðburður á Facebook HÉR
Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar varða valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Nánari upplýsingar um listaverkin sem sýnd verða.
Morgundjass – Sundlaug Akureyrar
Kl. 9.00 – 11.00
Takmarkaður fjöldi gesta/Aðgangseyrir í sund
Viðburður á Facebook HÉR
Gítardúóið BabyBop spilar seiðandi djass fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar. Dúóið skipar þeim Dimitrios Theodoropoulos og Jóel Erni Óskarssyni.
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Ferðagarpurinn Erró - Listasafnið á Akureyri
Kl. 11.00 - 12.00
Takmarkaður fjöldi gesta/Enginn aðgangseyrir
Viðburður á Facebook HÉR
Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni og einstaka verkum. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið í skemmtilegan leik um sýninguna.
Mánudá | Lunarity - Kaktus í Listagilinu
Kl. 14.00 - 18.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Listamaðurinn Freyja Eilíf með spennandi sýningu í Kaktus.
Hátíðardagskrá í tilefni afmælis Hofs
Kl. 13.00 - 14.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Hátíðardagskrá í Hofi þar sem 10+1 árs afmæli menningarhússins verður fagnað. Ávörp flytja meðal annars Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur tónlist úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest og flutt verður tónlistaratriði úr fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi. Hægt er að nálgast miða hér en sætafjöldi er takmarkaður.
Tónleikar á bakkanum – Sundlaug Akureyrar
Kl. 14.00 – 15.00
Takmarkaður fjöldi gesta/Aðgangseyrir í sund
Viðburður á Facebook HÉR
Hljómsveit Ara Orra og Dream the Name verða með hörku tónleika fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar í tilefni afmælisins.
Grasgrænt - Mjólkurbúðin
Kl. 14.00 - 17.00
Takmarkaður fjöldi gesta
Félagar í Myndlistarfélaginu á Akureyri halda samsýninguna Grasgrænt í Mjólkurbúðinni.
Rappað á bakkanum - Sundlaug Akureyrar
Kl. 17.00 - 17.20
Viðburður á Facebook HÉR
Rapparinn Siggi Litli ætlar að taka nokkur róleg og upbeat lög á sundlaugarbakkanum fyrir gesti í tilefni afmælisins.
Ljósin í bænum
Kl. 21.00 – 00.30
Viðburður á Facebook HÉR
Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar varða valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.
Nánari upplýsingar um listaverkin sem sýnd verða.
Samstarfsaðilar afmælis Akureyrarbæjar eru:
Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Listasafnið á Akureyri, Siglingaklúbburinn Nökkvi, Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Lystigarður Akureyrar, Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar, Exton, HS kerfi.