Leiðin byrjar frá Ráðhústorgi og þaðan er labbað framhjá bókasafninu og upp alla Brekkugötu. Þar má sjá styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu. Þaðan er haldið suður eftir Helgamagrastræti alveg að sundlauginni. Þaðan er beygt upp og labbað með Þórunnarstræti að Lystigarðinum.
Þaðan er labbað í gegnum garðinn og niður Eyrarlandsveginn að Akureyrarkyrkju, niður tröppurnar og inn að Ráðhústorgi í gegnum göngugötuna.
Lengd: 2.9Km (hringur)
Tími: 30+min
Undirlag: Malbik
Upphaf/Endir: Ráðhústorg
Bílastæði: Hof/Miðbær
Áhugaverðir staðir: Styttan af Þórunni og Helga, Lystigarðurinn, Sundlaug Akureyrar