Tiltölulega létt ganga, að hluta í gegnum kjarr en síðan eftir kindaslóðum og eftir melum upp á fjallið. Þegar upp er komið er hægt að ganga inn eftir fjallinu og lengja þannig ferðina eða jafnvel fara niður af fjallinu við Hraun í Öxnadal.
Hægt er að leggja bíl til hliðar við veginn sem liggur inn í Miðhálsskóg. Þaðan er gengið upp fyrir skógræktina í gegnum kjarr og móa, fara þarf yfir eina girðingu sem liggur meðfram veginum. Þegar komið er upp fyrir skóginn, er öxlinni fylgt upp fjallið, leið sem er mýrarlaus og með jafnan stíganda og ætti að vera við hæfi flestra.
Kort á Wikiloc og á Google Earth
Lengd: 5,9 km (fram og til baka)
Tími: 2 -3 klst
Gönguhækkun: 510 m
Undirlag: Kindaslóðar, lyng og melar
Upphaf/Endir: Við Miðhálsskóg
Bílastæði: Við Miðhálsskóg
Áhugaverðir staðir: Útsýni út og inn Öxnadalinn og Hörgárdalinn, sveitir, Miðhálsskógur