Til baka

Lögmannshlíð

Gengið um svæðið fyrir ofan og vestan við Akureyri. Leiðin liggur meðfram Lónsánni, eftir sjálfri Lögmannshlíðinni þar sem fram fer mikil skógrækt suður að Lögmannshlíðarkirkju. Hjá hesthúsahverfinu er gengið inn Safírstræti í áttina að dýraspítalanum þaðan sem haldið er til vinstri eftir malarbornum reiðvegi til norðurs að Lónsá og þaðan áfram leggurinn niður að þjóðvegi 1 sömu leið og í upphafi göngunnar.

Athugið að hluta af leiðinni er gengið á reiðleið og eru gangandi vegfarendur beðnir að taka tillit til þess!
Einnig má geta þess að á laugardögum (fyrir hádegi) og miðvikudögum (eftir hádegi) fer fram rekstur á þessari leið, oft með miklum fjölda hesta.

Kort á Google Maps 

Kort á Google Earths og á Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 7.3 km (hringur)

Tími: 110min

Undirlag: Malarvegur/reiðleið

Upphaf/Endir: Húsasmiðjan

Bílastæði: Húsasmiðjan

Áhugaverðir staðir: Lónsá, skógrækt, Lögmannshlíðarkirkja, hesthúsahverfið.