For english version check here
Kort af gönguleiðum / Map of hiking routes
Skemmtilegt og fjölbreytt göngu- og fjallahjólasvæði er að finna á milli Glerárdals og Kjarnaskógar. Það einkennist af jökulsorfnum klöppum, klettabeltum, mýrarflákum, lækjum, móum og skóglendi. Svæðið býður upp á frábært útsýni til fjalla, yfir bæinn og fjörðinn. Að auki eru þar áhugaverðir staðir á borð við Kirkjustein, Steinmenn, Varðan og skátaskálana Fálkafell og Gamla.
Hægt er að ganga/hjóla ýmsar hringleiðir allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Vegvísa má finna á öllum helstu gatnamótum og gular stikur eru á völdum leiðum.
Nánari lýsingu á hverri gönguleið, kort, vegalendum, hækkun og myndir má finna hér fyrir neðan:
Kjarnaskógur - Glerárdalur: Aðal gönguleiðin (gul+blá+hvít/eða bleik)
Rauðaleiðin: Hvammskógur
Bleikaleiðin: Kjarnakambur (Gamli)
Hvítaleiðin: Hamrahamrar (Gamli)
Gráaleiðin: Steinmenn
Bláaleiðin: Gamli - Fálkafell
Fjólubláaleiðin: Fálkafell frá Súlubílastæði
Gulaleiðin: Fálkafell frá Súluvegi
Grænaleiðin: Eyrarlandsháls