Til baka

Jaðarshringurinn

Kort af leiðinni

Gengið er frá bílastæðinu við Ljómatún eftir göngustíg upp hæðina í átt að Naustaborgum. Þegar upp á hæðina er komið er gott útsýni út fjörðinn að Kaldbaki og eins að Súlum, þaðan er gengið til hægri inn á golfvallarsvæðið eftir malarstíg sem liggur um völlinn.

Leiðin liggur fram hjá Jaðri félagsheimili golfklúbbsins og áfram til norðurs meðfram teigum, læk og trjáreit þangað til að komið er að undirgöngum undir Miðhúsabraut, þar er farið í gegn. Við næstu gatnamót göngustígsins er haldið til hægri, gengið í gegnum íbúðahverfi og fram hjá hæð sem kölluð er Jólasveinabrekkan en þar er vinsælt að renna sér á sleðum á veturna og hægt að leika sér í aparólu á sumrin.

Áfram er haldið eftir göngustígnum til austurs, en við hringtorgið við Bónus í Naustahverfi er gengið til suðurs, meðfram Kjarnagötu. Gengið er yfir afleggjarann að Jaðri og eftir stutta göngu inn á göngustíg sem liggur til hægri rétt áður en komið er að blokkunum. Þeim stíg er fylgt þangað til að komið er aftur að bílastæðinu við Ljómatún, þar sem hringnum er lokið.

 

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 3.8 km (hringur)

Tími: 45min

Undirlag: Göngustígar

Upphaf/Endir: Við Ljómatún

Bílastæði: Við Ljómatún

Áhugaverðir staðir: Útsýnisstaður við Naustaborgir, golfvöllurinn Jaðar, Jólasveinabrekkan