Til baka

Glerárdalur - Lambi

Glerárdalur er fólkvangur og liggur upp af Akureyri. Um dalinn rennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba, húsi Ferðafélags Akureyrar. Húsið er nýtt, byggt árið 2014 og komi í staðinn fyrir eldri byggingu sem stóð á sama stað.

Hægt er að fara í skipulagðar göngur á vegum Ferðafélags Akureyrar (FFA) inn að Lamba en einnig er hægt að útvega sér kort hjá FFA og fara á eigin vegum. Staðsetning skálans er:  65°34.880 - 18°17.770 og hæð: 720m. Sjá myndir af skálanum á vef FFA.

Lambi stendur í Glerárdal suðvestan Akureyrar. Frá vegi að skálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými fyrir 16 manns. Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækur skammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu.  Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarf gistingu á skrifstofu FFA.

Upplýsingar um gönguleiðina

Kort af fólkvanginum

Mælt er með að skoða öryggi á gönguferðum áður en leiðin er gengin.

 

 

Powered by Wikiloc
Nánari upplýsingar

Lengd: 10-11 km að Lamba

Tími: 4+klst að Lamba

Undirlag: Gönguslóðar

Upphaf/Endir: Bílastæðið við enda Súluvegar

Bílastæði: Bílastæðið við enda Súluvegar

Áhugaverðir staðir: Glerárdalur, Lambi, stórbrotið útsýni