Til baka

Glerárhringur-neðri

Fjölbreytt gönguleið um neðri hluta Glerárinnar.  Leiðin liggur meðfram ánni, að hluta við eða niðri í gljúfrinu, fram hjá gömlu virkjuninni og lóninu yfir rauðu göngubrúna, fram hjá háskólasvæðinu þar sem leggja má smá auka lykkju á leiðina og heimsækja listaverkið "Íslandsklukkuna". 

Haldið er upp Borgarbrautina og yfir Glerána í þriðja sinn þaðan sem haldið er til vinstri eftir göngustíg um skógarreitinn sem liggur fyrir ofan og meðfram gljúfrinu. Þegar stígurinn nær upp að Hlíðarbraut er gengið yfir göngubrautina og tekinn smá krókur upp í Giljahverfið þar sem þræddir eru stígar um íbúðabyggðina, gengið  fyrir ofan Giljaskóla og leikskólann Kiðagil, áður en haldið er aftur niður að ánni og sömu leið og gengið var upp.

Powered by Wikiloc


Kort af leiðinni

Nánari upplýsingar

Lengd: 5.3 km

Tími: 45-60 min

Undirlag: Malbik/malarvegur

Upphaf/Endir: Glerártorg

Bílastæði: Glerártorg

Áhugaverðir staðir: Glerárvirkjun, Glerárgilið, rauða göngubrúin og skógarreiturinn