Til baka

Fálkafell

Fálkafell er skáli í eigu skátafélagsins Klakks, staðsettur í u.þ.b. 370 metra hæð y.s. Skálann byggðu skátaflokkurinn Fálkar árið 1932 og er hann nýttur fyrir skátastarf og er ekki opin öðrum gestum.

Fremur létt og greiðfær leið liggur upp að skálanum. Það tekur 30-40 mínútur að ganga frá upphafspunkti gönguleiðarinnar sem er við hitaveituskúra Norðurorku við Súluveg. Leiðin liggur eftir vegslóða upp hæðina að Fálkafelli og er nokkuð brött á köflum. Frábært útsýni er yfir bæinn og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna.

Fálkafell er eins og margir segja "ekta útileguskáli" en í húsinu eru hvorki rafmagn né rennandi vatn. Fálkafell er klárlega í hópi elstu fjallaskála landsins sem enn er í reglulegri notkun og sennilega elsti skátaskálinn. Hægt er að lesa meiri fróðleik um skálann á blogg síðu Arnórs Blika Hallmundssonar hér.

Lýsingu á leiðinni má einnig finna á vef Ferðamálastofu hér og þar má einnig nálgast leiðina á GPX skrá.

Leiðin á Wikiloc og á Google Earth

Kort af leiðinni & fleiri myndir

Nánari upplýsingar

Lengd: 1.4 km (2.8 km fram og tilbaka)

Tímalengd: 30-45 mínútur

Undirlag: Malarvegur, blandað yfirborð

Upphaf/Endir: Hitaveituskúrinn við Súluveg 

Bílastæði: Hitaveituskúrinn við Súluveg 

Áhugaverðir staðir: Fálkafell, varðan og stórfenglegt útsýni 

Erfiðleikastig: Þrep 2 - Miðlungsleið

Aðgengi: Allt árið, en engin þjónusta þannig að á veturna sest snjór í slóðann og vatni er ekki veitt af leiðinni þannig að vatn og klaki/ís sest í slóðann og á stöðum verður leðja í leysingum.