Víðs vegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.
Ratleikurinn Úti er ævintýri var opnaður á Alþjóðadegi læsis, 8. september 2021 og verður í boði fram að snjóum og síðan aftur næsta vor/sumar.
Söguhetjurnar í leiknum eru smíðaðar af börnum í 3.-4. bekk á sumarnámskeiðum Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins. Verkefnið er samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Amtbókasafnsins.