Til baka

Menningarhúsið Hof

 

Í Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir allar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litla stjórnarfundi og námskeið upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og glæsilegar veislur. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd.

Veitingaaðili í Hofi framreiðir fundarveitingar, sér um hátíðarkvöldverði og allt þar á milli í góðu samstarfi við starfsfólk Hofs og skipuleggjendur viðburða í húsinu.

Rýmin í Hofi henta jafnt fyrir stór og smá tilefni og eru öll búin mjög góðum tækjabúnaði. Auk þessa er boðið upp á vinnuaðstöðu fyrir skipuleggjendur funda og veitingaþjónustu fyrir funda- og ráðstefnugesti.

Skoða sali hér 

Verðskrá funda- og ráðstefnusala

Upplýsingar fyrir skipuleggjendur

Mótttökur og veislur

Tónleikar og sviðslist  & Verðskrá

Ráðstefnubæklingur Hofs